Kávitinn - fræðsla gegn kynferðislegri áreitni

Námskeið: KÁ – vitinn fyrir vinnustaði, fræðsla gegn kynferðislegri áreitni
Tímasetning og staðsetning: Finnum hentugan tíma með vinnustöðum og mætum á staðinn.
Markhópur: Allt starfsfólk og stjórnendur vinnustaða.
Verð: 135.000.-
Leiðbeinendur: Sérfræðingar Jafnréttisstofu
Lengd: 1 klst.
Skráning: Vinnustaðir geta pantað fræðsluna með því að senda erindi á jafnretti@jafnretti.is
Námskeiðslýsing: Markmið fræðslunnar er að starfsfólk og stjórnendur þekki birtingarmyndir og afleiðingar kynferðislegrar áreitni og fái verkfæri til að vinna gegn slíkri hegðun. Lögð er áhersla á aukna vitund og kynntar eru leiðir sem vinnustaðir geta nýtt sér til að búa til betra starfsumhverfi og opnari umræðu um málefnið. Sérstök áhersla er einnig lögð á ábyrgð stjórnenda og mikilvægi góðrar vinnustaðamenningar. Námskeiðið er einnig til á ensku.

Samkvæmt jafnréttislögum eiga vinnustaðir að gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni og kynferðislega áreitni. Ká-vitinn er ein leið til að uppfylla þau skilyrði laganna.