- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök, í eigin nafni eða fyrir hönd félagsmanna sem telja að ákvæði jafnréttislaga hafi verið brotin, geta leitað til kærunefndar jafnréttismála.
Ferlið hjá kærunefndinni er tiltölulega einfalt og því ekki nauðsynlegt að fá utanaðkomandi aðstoð en ráðgjafar Jafnréttisstofu eru alltaf reiðubúnir að fara yfir mál og aðstoða sé þess óskað.
Nefndin tekur erindi til meðferðar og kveður upp skriflegan úrskurð um hvort ákvæði jafnréttislaga hafi verið brotin. Úrskurðir nefndarinnar eru bindandi en málsaðilum er heimilt að bera þá undir dómstóla.
Brot á jafnréttislögum fyrnast á 6 mánuðum og þess vegan er mikilvægt að tilkynna mál tafarlaust ef grunur um mismunun vaknar.
Hér að neðan eru nánari upplýsingar:
Heimasíða kærunefndar jafnréttismála.
Úrskurðir kærunefndar jafnréttismála.