STOPP OFBELDI! Fræðsluefni um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni
Menntamálastofnun
Verkfærakista Kennarasambands Íslands
Hér má finna námsefni, vefslóðir og gátlista sem skoða bæði skólann sem fræðslustað og vinnustað.
Skipt á þrjú skólastig og tónmenntaskóla.
Jafnrétti – Rit um grunnþætti menntunar
Sjötta heftið í ritröð um grunnþætti menntunar. Í ritinu er fjallað um jafnréttismenntun á öllum skólastigum og hvernig skapa má tækifæri í skólastarfi fyrir alla til að þroskast á eigin forsendum í anda umburðarlyndis og jafnréttis.
Jafnréttisbaráttan - kennsluefni fyrir eldri nemendur í grunnskóla
Kennsluefnið er ætlað efri bekkjum grunnskóla 5.-10. bekk. Það samanstendur af sex æfingum og einu hópverkefni og hver æfing stendur sjálfstætt. Gefið út af Kvenréttindafélagi Íslands.
Námsefni í kynjafræði fyrir nemendur í framhaldsskóla
Námsefni sem ætlað er til kennslu í framhaldsskólum og byggt á Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna (CEDAW) og Pekingsáttmálanum. Námsefnið var þróað af Kvenréttindafélagi Íslands, Sveriges Kvinnolobby í Svíþjóð og Kvinderådet í Danmörku.
Hvers vegna ekki?! Þáttaröð
Þættir um ungt fólk sem taka á kynjuðum staðalmyndum og mismunun á kómískan hátt. Þættirnir eru afrakstur verkefnis sem Jafnréttisstofa vann í samstarfi við jafnréttisstofnanir í Eistlandi og Litháen um afnám kynjaðra staðalmynda í tengslum við náms- og starfsval. Þáttunum fylgja kennsluleiðbeiningar sem geta nýst kennurum og starfsráðgjöfum við jafnréttisfræðslu.
Allskyns : Hlaðvarp unnið í samstarfi RÚV núll og Jafnréttisstofu. Hér er fjallað um ýmsar hliðar jafnréttismála sem snúa að ungu fólki.
Kynungabók : upplýsingar fyrir ungt fólk um jafnrétti kynja
Markmið Kynungabókar eru að:
• Veita raunsæja mynd af stöðu kynjanna í samfélaginu
• Sýna fram á að jafnréttismál varða bæði kynin
• Vekja ungt fólk til umhugsunar um áhrif kynferðis á líf þess
• Fjalla um mismunandi mótun kynjanna út frá menningu, umhverfi og tíma
• Vekja ungt fólk til meðvitundar um réttindi sín
Karlmennska og jafnréttisuppeldi bók eftir Ingólf Ásgeir Jóhannesson er nú aðgengileg í rafrænu formi á vefnum Opin vísindi.