Námskeið fyrir sveitarfélögin

Námskeið: Inngilding og samþætting – fyrir sveitarfélög
Staðsetning: Staðarnámskeið
Tímasetning: Eftir samkomulagi
Markhópur: Stjórnendur og kjörnir fulltrúar
Verð: 150.000.-
Leiðbeinendur: Sérfræðingar Jafnréttisstofu
Lengd: 2,5 klst.
Skráning: Sveitarfélög geta pantað fræðsluna með því að senda erindi á jafnretti@jafnretti.is
Námskeiðslýsing: Á námskeiðinu er fjallað um inngildingu og samþættingu kynja- og mannréttindasjónarmiða hjá sveitarfélögum. Farið er yfir skyldur sveitarfélaga, helstu áskoranir og hvaða skilyrði þurfa að vera til staðar til að ná árangri. Sveitarfélög hafa ríkar skyldur til að samþætta kynja- og jafnréttissjónarmið; í starfsmannamálum, við úthlutun fjármagns og við veitingu á þjónustu. Sveitarfélög sem stjórnvald eru í mikilli nálægð við íbúana og eru því í góðri stöðu til að uppfylla skyldur sínar sem ná yfir vítt svið, allt frá mannauði til skólastarfs, frístundaheimila og íþrótta og æskulýðsstarfs.