Lög um jafna meðferð á vinnumarkaði banna allar tegundir mismununar á vinnumarkaði. Það á við um mismun á grundvelli kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar.
Þetta er mikilvægt til að tryggja að sem flestir geti tekið þátt á vinnumarkaði, þar sem þátttaka í vinnu er ein af helstu leiðunum til að forðast félagslega einangrun og fátækt.
Þá er líka leitast við því að koma í veg fyrir að kynþáttafordómar festi rætur í samfélaginu.
Tengt efni: Jöfn meðferð utan vinnumarkaðar