Ferli innleiðingar

Ferli við innleiðingu jafnlaunastaðalsins:

  1. Kynning og námskeið:
    • Kynntu þér staðalinn betur, umfang og forsendur innleiðingar á kynningarnámskeiði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.
    • Staðlaráð Íslands heldur námskeið um ÍST 85 reglulega.
  2. Verkáætlun og stöðumat:
    • Settu upp verkáætlun fyrir innleiðinguna.
    • Gerðu stöðumat:
      • Er jafnlaunastefna til staðar og kynnt fyrir starfsfólki?
      • Eru allar launaákvarðanir skjalfestar, rökstuddar og rekjanlegar?
      • Eru verklagsreglur fyrir launaákvarðanir til?
      • Er ábyrgð og hlutverk skilgreint?
    • Kynntu þér stöðumatsþættina í tékklista í verkfærakistunni.
  3. Framkvæmd verkáætlunar:
    • Framkvæmdu starfaflokkun.
    • Gerðu launagreiningu byggða á starfaflokkun.
    • Fáðu á hreint hvernig verklagsreglur eru skjalfestar.
  4. Innri úttekt eða forúttekt:
    • Athugaðu hvort vinnustaðurinn uppfylli kröfur staðalsins.
  5. Vottun:
    • Ef kröfum staðalsins er fullnægt, getur vinnustaðurinn fengið vottun frá faggiltri vottunarstofu.
    • Vinnustaðir með vottun geta fengið Jafnlaunamerkið.