- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Hvers vegna ekki?! fjallar um ævintýralegt ferðalag Önnu Sooväli frá því að vera bekkjarlúðinn í að verða hin ofursvala rappstjarna NoJik. Auk þess fáum við að fylgjast með fjölskyldu- og félagslífi Önnu, sem er vægast sagt viðburðaríkt. Hver þáttur er u.þ.b. 28 mínútur og þættirnir eru 10 talsins og eru textaðir á íslensku (velja cc á stikunni undir þáttunum)
Sjónvarpsþættirnir taka á kynjuðum staðalmyndum og mismunun á kómískan hátt. Þættirnir eru afrakstur verkefnis sem Jafnréttisstofa vann í samstarfi við jafnréttisstofnanir í Eistlandi og Litháen um afnám kynjaðra staðalmynda í tengslum við náms- og starfsval. Þáttunum fylgja kennsluleiðbeiningar sem geta nýst kennurum og starfsráðgjöfum við jafnréttisfræðslu. Verkefnið var styrkt af Evrópusambandinu.
Leiðbeiningar fyrir starfsráðgjafa
Hér er slóð á þættina þar sem þeir renna í réttri röð með aukasenum