Hvers vegna ekki?! - þáttur 2

2. þáttur: Anna er í tómu basli. Hún er að útskrifast, hún vinnur sem uppvaskari á veitingastað og auk þess þarf hún að takast á við einelti í skólanum. Síðast en ekki síst þá virðist sem pabbi hennar sé genginn af göflunum og bróðir hennar og afi eru alveg pottþétt búnir að týna einhverjum alveg bráðnauðsynlegum skrúfum. Hvernig kemst hún í gegnum þetta?

 

Við tvö atriði í 2. þætti er boðið upp á valkvæðar senur. Fyrri senan er breytt útgáfa af atriði sem byrjar á mín. 06:41. Seinni senan er breytt útgáfa af atriði sem byrjar á mín. 14:38.