Nokkur ráð til þeirra sem hafa hug á stjórnarsetu
- Kynntu þér hlutverk stjórnarmanna.
- Komdu þér á framfæri.
- Temdu þér víðsýni.
- Vertu opin/n fyrir röksemdum annarra.
- Vertu tilbúin/n að skipta um skoðun þegar svo ber undir.
- Vertu þú sjálf/ur.
- Stattu með þér.
- Undirbúðu þig vel.
- Aflaðu þér menntunar sem getur nýst vel í stjórn fyrirtækja eða lífeyrissjóða.
- Æfðu þig í að taka ákvarðanir fljótt og vel.
- Vertu óhrædd/ur við að tjá þína skoðun.
- Byggðu upp starfsferil þinn með það í huga að þú ætlir þér að setjast í stjórn fyrirtækis síðar meir.
- Aflaðu þér þekkingar og reynslu af rekstri fyrirtækja.
- Lærðu um fjármál, markaðsmál og/eða mannauðsmál.
- Kynntu þér þá ábyrgð sem er falin í stjórnarsetu.
- Stígðu fram því þú getur haft áhrif til góðs.
- Fylgdu eigin sannfæringu.
- Temdu þér stefnumarkandi sýn.
- Efldu siðferðiskennd þína.
- Aflaðu þér reynslu með því að taka sæti í stjórn félagasamtaka.
- Kynntu þér efni Handbókar stjórnarmanna frá KPMG
- Skráðu þig á námskeið um stjórnarsetu hjá Opna Háskólanum
Tíu ráð til nýrra stjórnarmanna
(Samantekt Dr. Mortens Huse af vefsíðunni norska viðskiptaháskólans BI, www.bi.no.)
- Kynntu þér fyrirtækið vel. Þú þarft að skilja hver tilgangur þess er.
- Kynntu þér styrkleika og veikleika félagsins. Þróaðu skilning þinn á rekstri.
- Temdu þér að leggja áherslu á að stjórnin stuðli að verðmætasköpun og uppfylli viðskiptalegan tilgang félagsins. Ekki afskrifa möguleika sem stjórnin gæti nýtt sér til verðmætasköpunar, þó að um nýstárlegar aðferðir sé að ræða. Bryddaðu upp á umræðum við stjórnarborðið um tilgang stjórnarinnar.
- Hugsaðu um hvað þú hefur fram að færa sem gæti aukið á verðmætasköpun í félaginu.
- Gerðu þér grein fyrir styrkleikum og veikleikum annarra stjórnarmanna. Vertu gagnrýnin/n og hugsaðu skýrt. Reyndu að finna leiðir til að þið getið unnið enn betur saman.
- Finndu fólk í stjórninni sem þú getur talað við. Líttu á þá aðila sem mentora.
- Vinna stjórnarinnar á sér ekki eingöngu stað inni á stjórnarfundunum, í stjórnarherberginu og meðal stjórnarmanna. Það er mikilvægt að þú sért vel undirbúin/n og leggir þig fram, umfram það að lesa pappírana sem tengjast stjórnarfundum.
- Kynntu þér núverandi lýsingu á störfum stjórnar og leiðbeiningum til stjórnar. Kynntu þér einnig starfslýsingu forstjóra. Spurðu hvers vegna núverandi leiðir hafa orðið fyrir valinu og hvort hægt sé að breyta þeim.
- Starf margra stjórna er áhrifaríkt en lengi getur gott batnað. Stjórn sem ekki þróast virkar illa. Stuðlaðu að því að störf stjórnarinnar sem þú átt sæti í, séu metin með reglulegum hætti. Tryggðu einnig að niðurstöðum matsins sé fylgt eftir.
- Draga má lærdóm af stjórnarstörfum í mismunandi samhengi. Stjórnir jafnt sem fyrirtæki hafa ólíka reynslu og ráð frá stjórnarmönnum í öðrum félögum geta reynst notadrjúg. Það er mögulegt að stjórnarmenn í stjórnum skráðra félaga geti lært meira af stjórnarmönnum í frjálsum félagasamtökum en öfugt.