- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna boða Zontaklúbbur Akureyrar, Zontaklúbburinn Þórunn hyrna og Jafnréttisstofa til hádegisfundar um áföll, afleiðingar þeirra og úrvinnslu. Fundurinn verður haldinn að Borgum við Norðurslóð, Akureyri.
Fundarstjóri: Hjalti Ómar Ágústsson, verkefnastjóri Aflsins, samtaka gegn heimilis- og kynferðisofbeldi.
Jóhanna Eyrún Torfadóttir og Edda Björk Þórðardóttir munu fjalla um fyrstu niðurstöður hinnar viðamiklu rannsóknar „Áfallasaga kvenna“.
Ásdís Viðarsdóttir verður með erindið „Að skila skömminni og horfa til framtíðar“. Ásdís hefur sagt sögu sína í Kastljósi en eftir að hafa ítrekað orðið fyrir ofbeldi og hótunum af hendi fyrrverandi sambýlismanns síns flutti hún á Þórshöfn á Langanesi. Ásdís segir fundargestum frá því hvernig hún hefur unnið úr sinni reynslu.
Húsið opnar kl. 11:30. Dagskrá hefst kl. 11:55 og lýkur kl. 13:00.
Inngangseyrir 1000 kr. Léttar veitingar innifaldar.
Allur inngangseyrir rennur óskiptur til Aflsins.