- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 tóku gildi 29. desember 2020.
Markmið laganna er að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns og koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Allt fólk skal eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kyni. Með kyni í lögum þessum er átt við konur, karla og fólk með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá nema annars sé sérstaklega getið.
Í lögunum eru ákvæði tengd vinnumarkaðanum og er þar fjallað um að atvinnurekendur og stéttarfélög skuli vinna markvisst að því að jafna stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði. Undir þeim kafla er svo m.a. fjallað um jafnréttisáætlanir, samþættingu jafnréttissjónarmiða í starfsmannastefnur, launajafnrétti, jafnlaunavottun, jafnlaunastaðfestingu, laus störf og símenntun, samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs og sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni og kynferðislega áreitni. Einnig er fjallað um menntun og skólastarf og að nauðsynlegt sé að samþætta kynja- og jafnréttissjónarmið við alla stefnumótun og áætlanagerð í skóla- og uppeldisstarfi, þar á meðal á frístundaheimilum og í íþrótta- og æskulýðsstarfi.
Í lögunum er ákvæði um bann við mismunun á grunvelli kyns. Hvers kyns mismunun á grundvelli kyns, hvort heldur bein eða óbein, er óheimil. Fjölþætt mismunun er jafnframt óheimil. Undir þeim kafla er m.a. fjallað um bann við mismunun í tengslum við vörukaup og þjónustu og í auglýsingum svo eitthvað sé nefnt.
Jafnréttisstofa annast framkvæmd laga þessara og skal 4. gr. laga um stjórnsýslu jafnréttismála gilda eftir því sem við getur átt.
Störf Jafnréttisstofu lúta að lögum um jafnrétti kynjanna en einnig að lögum um jafna meðferð utan vinnumarkaðar annars vegar og jafnri meðferð á vinnumarkaði óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu hins vegar.
Information in English
Act on Equal Status and Equal Rights irrespective of Gender no. 150/2020
Act on the Administration of Matters Concerning Equality no. 151/2020