- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Hjálmar mun í erindi sínu lýsa reynslu sinni í Bosníu og varpa ljósi á hvernig það var að vinna að þróunarmálum í landi sem á flókna sögu og lifir við erfitt stjórnmálaástand. Einnig mun hann fara yfir stöðu jafnréttismála þar í landi og þau verkefni sem hafa verið í gangi síðan skrifstofa UNIFEM var opnuð þar í landi 2008. Áhersla UNIFEM í Bosníu hefur fyrst og fremst verið á eftirfarandi málaflokka: kynjaða hagstjórn, konur, frið og öryggi, og kynbundið ofbeldi. Þetta hefur falið í sér samstarf við opinberar stofnanir, félagasamtök og aðrar alþjóðlegar stofnanir. Einnig hefur eitt af markmiðum skrifstofunnar verið að fjölga samstarfsaðilum í jafnréttismálum, meðal annars með því að vinna í auknu mæli með ungu fólki, trúarhópum og karlmönnum.
Hjálmar útskrifaðist sem MA í mannfræði frá Háskóla Íslands vorið 2006, hefur unnið að jafnréttismálum síðan 2003 og hóf störf sem sérfræðingur á Jafnréttisstofu 2007. Undanfarin tvö ár hefur hann unnið á vegum Friðargæslunnar, sem jafnréttisráðgjafi hjá UNIFEM í Bosníu og Herzegóvínu.
Fyrirlestur Hjálmars fer fram í stofu N102 í Sólborg v/Norðurslóð.