- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Akureyrarbær er fyrsta sveitarfélag landsins til að samþykkja aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum en áætlunin hlaut samþykki bæjarstjórnar þann 27. apríl sl. Gerð áætlunarinnar er liður í jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar en í áætluninni eru sett fram eftirfarandi markmið og útfærslur á þeim:
• Að stuðla að markvissum forvörnum sem snúa að börnum og fullorðnum til að koma í veg
fyrir ofbeldi á heimilum og kynferðislegt ofbeldi.
• Að tryggja að nærþjónusta við þolendur sé skilvirk og ljóst hvert skuli leita aðstoðar.
• Að styrkja starfsfólk stofnana í því að þekkja einkenni ofbeldis, greiningu og rétt viðbrögð.
• Að efla úrræði fyrir þolendur ofbeldis, gera þau sýnilegri og aðgengilegri.
• Að tryggja að þjónustuaðilar innan sveitarfélagsins hafi gott samstarf sín á milli.
• Að styrkja meðferðarúrræði fyrir gerendur.
Aðgerðaáætlunin hefur verið í vinnslu síðastliðið ár og lögð var áhersla á að aðilar í félagsþjónustu bæjarins auk sérfræðinga kæmu að gerð hennar. Í aðgerðaáætluninni er lögð mikil áhersla á fræðslu til starfsfólks bæjarins og gerð fræðsluefnis auk þess að kortleggja þessi mál innan bæjarkerfisins.
Aðgerðaáætlunina má nálgast hér