Aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum

Á kvenréttindadeginum 19. júní, var aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur. Hún miðar að því að nýta sem best þær leiðir sem Reykjavíkurborg hefur yfir að ráða til að fyrirbyggja ofbeldi og styðja við þolendur ofbeldis. Aðgerðaráætlunin skiptist í tvo hluta; sá fyrri snýr að aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi og sá síðari um leiðir til að stemma stigu við ofbeldi gegn börnum. Í áætluninni er lögð áhersla á forvarnir, aðstoð við brotaþola, fræðslu, samstarf og meðferð fyrir gerendur. Starfshópur sem setti saman aðgerðaráætlunina var skipaður fulltrúum allra fagsviða borgarinnar sem vinna að velferð, mannréttindum, menntun og barnavernd. Hópurinn leitaði til fræðimanna og grasrótarsamtaka sem hafa í gegnum tíðina unnið ómetanlegt starf til að brjóta niður þann þagnarmúr sem ríkt hefur um ofbeldi á Íslandi.
 
Sjá aðgerðaráætlunina