Alþjóðlega ráðstefna um kynferðisofbeldi

Skotturnar – samstarfsvettvangur Kvennahreyfingarinnar bjóða til alþjóðlegrar rástefnu um ofbeldi í Háskólabíói á sunnudaginn. Mikill metnaður var lagður í dagskrána og virtu og mikilvægu fólki boðið heim frá S-Afríku, Indlandi, Mexikó, Norður Ameríku og Evrópu. Á meðal þeirra er umboðskona Sameinuðu þjóðana í ofbeldismálum gegn konum Rashida Manjoo, hæst setta kona í heiminum í málaflokknum. Knut Storberget dómsmálaráðherra Noregs flytur erindi, en hann er félagi í karlleiðtogahópi Ban Ki moon sem hefur skuldbundið sig til þess að setja vinnuna gegn ofbeldi í forgang. Til landsins koma stórmerkar fræðikonur og baráttukonur eins og dr. Esohe Aghatise frá Nígeríu sem hefur unnið með konum sem seldar hafa verið mansali til Ítalíu. Ruchira Gupta kemur frá Indlandi en hún er forseti alþjóðasamtakanna Apne Aap. Hún hefur unnið með vændiskonum í fátækrahverfum Indlands og hlotið borgaraverðlaun Clintons fyrir störf sín. Taina Bin Aime er framkvæmdastýra virtra alþjóðasamtaka Equality Now! Ein af þeirra talskonum er Maryl Streep og þau samtök hafa tvisvar veitt Stígamótum viðurkenningu fyrir baráttu gegn mansali. Janice Raymond prófessor frá Coalition against Trafficking in Women er heimsþekkt fyrir baráttu sína og skrif gegn ofbeldi. John Crownover frá CARE International NWB: mun tala um forvarnarstörf á meðal ungra karla og Margarita Gullie stofnandi kvennaathvarfahreyfingarinnar í Mexíkó mun segja frá alþjóðasamtökum kvennaathvarfahreyfingarinnar og starfinu í Latin Ameríku. Guðrún Jónsdóttir stjórnarformaður Skottanna mun tala um baráttuna á Íslandi.

Ráðstefnan er andleg næring fyrir daginn stóra 25. október kl. 14:25 þegar konur ganga út af vinnustöðum sínum og safnast saman við Hallgrímskirkju. Útifundurinn á Arnarhóli verður helgaður baráttunni gegn ofbeldi.

Ráðstefnugjald er 3000 kr. og skráning fer fram á www.kvennafri.is