- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Jafnréttisráð hefur sent frá sér ályktun um niðurstöðu allsherjaratkvæðagreiðslu um stjórn og trúnaðarmannaráð VR. Þar fagnar ráðið niðurstöðum kosninganna þar sem jöfn kynjahlutföll urðu í báðum tilfellum. Ályktun Jafnréttisráðs um Stjórn og trúnaðarmannaráð VR
Sú gleðilega niðurstaða fékkst í allsherjaratkvæðagreiðslu um stjórn og trúnaðarmannaráð hjá VR sem fram fór 15.-29. mars 2010 að hlutföll kynja urðu í báðum tilfellum hnífjöfn.
Þetta er eðlileg og sjálfsögð niðurstaða í lýðræðisríki sem vill setja jafnrétti og mannréttindi í öndvegi, en því miður sjaldgæf enn sem komið er.
Jafnréttisráð fagnar því niðurstöðu þessara kosninga hjá VR og vonar að hún verði félagsmönnum öllum til heilla og öðrum til eftirbreytni.
Þórhildur Þorleifsdóttir
Formaður Jafnréttisráðs