- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Birtar hafa verið niðurstöður úr þjónustukönnun Gallup sem gerð var fyrir ríkisstjórnina, en könnunin er liður í því að bæta markvisst almannaþjónustu. Jafnréttisstofa var meðal þeirra stofnana sem spurt var um í þeim hluta sem sneri að stjórnendum ríkisstofnana. Spurt var um heildaránægju með þjónustu, reynslu af viðmóti, áreiðanleika upplýsinga, hraða þjónustu og heildaránægju með starfræna þjónustu. Niðurstöður könnunarinnar sýna mjög góðan árangur Jafnréttisstofu sem ýmist raðast efst eða næst efst þeirra stofnana sem spurt var um.
Í frétt á vef stjórnarráðsins má sjá helstu niðurstöður könnunarinnar.