Ásta Jóhannsdóttir kosin til formennsku NFMM


Á aðalfundi NFMM (Nordisk förening för forskning om män och maskuliniteter) - Norrænna samtaka um rannsóknir á körlum og karlmennsku, þann 31. maí síðastliðinn var Ásta Jóhannsdóttir kosin formaður samtakanna. Markmið NFMM, samtaka sem stofnuð voru í janúar árið 2009, er að auka þekkingu og rannsóknir á sviði karlafræða. Mikilvægur liður í starfsemi samtakanna er útgáfa NORMA – tímarits á fræðasviði karla og karlmennsku. Tímaritið er leiðandi á sviði karlafræða á Norðurlöndum.
Ásta Jóhannsdóttir hefur lokið framhaldsnámi við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands og leggur nú stund á doktorsnám við sömu deild. Í rannsóknum sínum leggur Ásta til grundvallar áherslu á fræðilegar kenningar um karlmennsku og valdatengsl í samfélaginu auk þess að skoða skaðlegar karlmennskuhugmyndir.

Jafnréttisstofa óskar Ástu góðs gengis í starfi.