- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Árlega baráttusamkoma íslenskra kvenna í Jónshúsi verður föstudaginn 8. mars. Í vor verður kosið til Alþingis og ber dagskráin keim af því. Dr. Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands, flytur erindi kvöldsins: „Hrun og heimsmet í kynjajafnrétti? Femínisminn – fimm árum síðar“. Að erindi hennar loknu ræða fjórar þingkonur hvað áunnist hefur í jafnréttismálum á undanförnum árum og hver þær telji brýnustu viðfangsefnin á næsta kjörtímabili.Þingkonurnar eru Álfheiður Ingadóttir, þingkona Vinstri grænna og fv. Heilbrigðisráðherra, Katrín Júlíusdóttir varaformaður Samfylkingar og fjármálaráðherra, Vigdís Hauksdóttir þingkona Framsóknarflokks og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona, fv. menntamálaráðherra og fv. varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Íslenski kvennakórinn í Kaupmannahöfn stendur fyrir söng og sér um veitingasölu. Í boði verða bökur, salat og drykkir. Veitingasala Jónshúss opnar kl. 18.30 en dagskráin hefst kl. 19.30.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Jónshús.