- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, laugardaginn 8. mars, verður ráðstefna um stöðu kvenna í þjóðfélaginu. Ráðstefnan verður í Ketilhúsinu á Akureyri og stendur frá 10 til 16. Um er að ræða fjölbreytta dagskrá þar sem staða jafnréttismála verður skoðuð frá ýmsum sjónarhornum. Á meðal fyrirlesara eru Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra og Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Ráðstefnan er öllum opin.