- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Jafnréttisstofa hefur sent boð til ýmissa félagasamtaka um þátttöku í vinnufundi í tengslum við tuttugu ára afmæli Peking áætlunarinnar. Fundurinn fer fram næstkomandi laugadag 21. febrúar í húsakynnum ASÍ.
Markmið fundarins er að ræða og svara spurningum á borð við: Hvaða ákvæði Pekingsáttmálans hafa íslensk stjórnvöld ekki uppfyllt? Hvað vantar í samninginn miðað við þróun síðustu 20 ára? Hver eru brýnustu verkefni jafnréttismála?