- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hófst 25. nóvember og lýkur 10. desember nk.
Í tilefni þess verður Jafnréttisstofa með bókmenntadagskrá á Amtsbókasafninu
fimmtudaginn 27. nóvember kl. 17.15.
Leikararnir Guðmundur Ólafsson, Saga Jónsdóttir og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir lesa valda kafla úr skáldsögum sem tengjast kynbundnu ofbeldi.
Pálína Dagný Guðnadóttir og Gréta Kristín Ómarsdóttir nemendur í Menntaskólanum á Akureyri munu flytja ljóð.
Birna Pétursdóttir og Axel Ingi Árnason verða með söngatriði en þau eru einnig nemendur í Menntaskólanum á Akureyri.
Allir eru velkomnir.