Í tilefni af jafnréttisviku boðar BSRB til morgunverðarfundar fimmtudaginn 31. október. Á fundinum mun Finnborg Salóme Steinþórsdóttir MA-nemi í kynjafræði fjalla um stöðu lögreglukvenna og vinnumenningu innan lögreglunnar. Erindi hennar byggir á nýútkominni skýrslu sem hún vann í samstarfi við embætti Ríkislögreglustjóra. Einnig mun Gyða Margrét Pétursdóttir lektor í kynjafræði við Háskóla Íslands fjalla um kynskiptan vinnumarkað, helstu orsakir, afleiðingar og möguleg viðbrögð stéttarfélaga við þeirri þróun.
Morgunverðarfundurinn sem hefst kl. 8:45 verður haldinn í fundarsal 1. hæðar Grettisgötu 89. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Þátttakendur eru vinsamlega beðnir um að skrá sig með tölvupósti. Upplýsingar um morgunverðarfundinn og skráningu má nálgast
hér