- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Að loknu byltingarlituðu 100 ára afmælisári kosningaréttar kvenna boða konur í stjórnmálaflokkunum sem sitja á Alþingi til málþings þar sem litið verður yfir stöðuna að loknu byltingarárinu 2015 og fjallað næstu skref feminískrar baráttu.
Einstaklingar sem tóku þátt í byltingarárinu 2015 munu halda áhugaverð erindi þar sem farið er yfir stöðu jafnréttismála, hindranir og framtíðarsýn í málaflokknum. Frummælendur taka þátt í pallborðsumræðum að loknum erindum og tekið verður við spurningum úr sal.
Málþingið fer fram þann 20. janúar kl. 16.00 á Hilton Reykjavík Nordica.Frummælendur:
Iva Marín Abrichem frá Tabú fjallar um reynslu sína sem femínisti og ung kona með fötlun.
Hjalti Vigfússon og Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir fjalla um kynjajafnrétti og kynferðisofbeldi en þau voru í skipulagshópi Druslugöngunnar 2015.
Steinunn Ýr Einarsdóttir einn af aðstandendum byltinganna #outloud #konurtala #þöggun sem gerðu hundruðum kvenna kleift að deila frásögnum sínum af kynferðisofbeldi. Steinunn hefur einnig reynslu af kynjajafnréttisbaráttu á landsbyggðinni.
Kriselle Lou Suson Cagatin fjallar um reynslu sína sem femínisti af erlendum uppruna á Íslandi.
Pallborðsumræður
Að loknum fundi kl.18.15 verða léttar veitingar í boði.
Vinsamlegast látið vita ef þörf er á táknmálstúlki með því að senda póst á katla@piratar.is fyrir 18. janúar.
Að málþinginu standa:
Björt framtíð
Framsóknarflokkurinn
Píratar
Samfylkingin-Jafnaðarmannaflokkur Íslands
Sjálfstæðisflokkurinn
Vinstri hreyfingin, grænt framboð