Dagskrá 19. júní

Þann 19. júní árið 1915 fengu konur kosningarétt. Af því tilefni ætlum við að mála bæinn bleikan þann 19. júní næstkomandi.


Svona fögnum við 19. júní ? auk þess að bera eitthvað bleikt allan daginn!

15:30 Dularfullt hvarf kvenna úr vísindum

? hvert hafa allar ungu konurnar farið? Fyrirlestur Önju Andersen stjarneðlisfræðings í Hátíðarsal Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku og er á vegum Jafnréttisnefndar HÍ og RIKK.

16:45 Safnast saman í Aðalbyggingu HÍ, þar sem verður boðið upp á hressingu fyrir göngu.

17:00 Gengið af stað í Kvosina undir leiðsögn Kristínar Ástgeirsdóttur í boði Kvennasögusafns Íslands.

18:00 Veitingar og hressandi dagskrá á Hallveigarstöðum í boði Kvenréttindafélags Íslands, Kvenfélagasambandisins og Bandalags kvenna í Reykjavík.

20:30 Kvennamessa Kvennakirkjunnar í samvinnu við Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands. Messan er við þvottalaugarnar í Laugardal.

20:00 Bleikir tónleikar Ungliðahóps Femínistafélagsins á Barnum, Laugavegi 22.

UNIFEM á Íslandi verður með armbandasölu í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna að Laugavegi 42, World Class, Iðu, Máli og menningu Laugavegi og Body Shop í Reykjavík og á Akureyri. Armböndin eru að sjálfsögðu bleik að lit og allur ágóði rennur til starfs UNIFEM í Afganistan.

Kvenréttindafélag Íslands dreifir tímaritinu 19. júní frítt.

Femínistafélagið mun afhenda hvatningarverðlaunin Bleiku steinana.

Aðstandendur Málum bæinn bleikan eru:

Bríet, Kvenréttindafélag Íslands, Stígamót, Femínistafélag Íslands, Femínistafélag Akureyrar, W.O.M.E.N., Kvennaráðgjöfin, Kvenfélagasamband Íslands, Samtök um Kvennaathvarf, Prestur innflytjenda, Kvennasögusafn og UNIFEM á Íslandi.