- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Daphne II verkefnaáætlun Evrópusambandsins styrkir verkefni sem miða að því að:
Vernda börn, ungmenni og konur fyrir hvers konar ofbeldi
Efla stuðning við þolendur ofbeldis og stuðla þannig að bættu líkamlegu og andlegu heilbrigði
Áhersla er m.a. lögð á að þróa samskiptanet, vinna að betri upplýsingamiðlun, samhæfingu aðgerða og samvinnu milli landa ásamt því að gera almenning meðvitaðan um tilvist ofbeldis. Einnig eru styrkir veittir til rannsókna og gerð fræðsluefnis.
Umsækjendur geta verið opinber og frjáls félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög eða aðrir sem vinna gegn hvers konar ofbeldi á börnum, ungmennum og konum.
Samvinna þarf að vera á milli a.m.k. tveggja ríkja innan EES. Evrópusambandið styrkir að jafnaði 80% af heildarkostnaði verkefna.
Næsti umsóknarfrestur fyrir sértæk verkefni er 18. febrúar 2005.
Næsti umsóknarfrestur fyrir verkefni sem byggja á niðurstöðum fyrri verkefna er 15. mars 2005.
Nánari upplýsingar um umsóknarferlið og kröfur til verkefna er að finna hér.
Jafnréttisstofa veitir nánari upplýsingar um DAPHNE II