EINN BLÁR STRENGUR

Ráðstefnan Einn blár strengur verður haldin í Háskólanum á Akureyri laugardaginn 20. maí. Verkefnið á uppruna sinn í Bandaríkjunum og miðar að því að vekja athygli á því að einn af hverjum sex drengjum verður fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku. Einn blár strengur af sex strengjum í gítarnum vísar því í einn af hverjum sex drengjum.

Skráning hér

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á eftirfarandi vefsíðum:

Sigrún Sigurðardóttir, lektor við heilbrigðisvísindasvið HA, ræddi við Lísu Pálsdóttur um verkefnið í Mannlega þættinum á Rás 1. Hér má spila viðtalið.

Dagskrá ráðstefnunnar Einn blár strengur – laugardaginn 20. maí

09.30

 Sigrún Sigurðardóttir: Einn blár strengur, kynning á verkefninu

09.35

 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands ávarpar ráðstefnugesti

09.50

 Gary Foster, Living Well Australia, and Duncan Craig, Survivors Manchester, UK: What we know now; An examination of research and practice knowledge to enhance understanding and support for male survivors of childhood sexual abuse (erindið er á ensku)

11.20

 Tónlist

11.25

 Sigurþóra Bergsdóttir: Ég hef engu að tapa – Reynsla móður

11.40

 Elísa Dröfn: Sjálfsvígshugsanir og tilraunir meðal karla eftir kynferðisofbeldi

11.55

 Hrafnhildur Gunnþórsdóttir: Kynferðislegt ofbeldi í æsku meðal fanga

12.10

 Umræður

12.30

 Hádegishlé

13.00

 Ranveig Tausen: Hvað má lesa úr gögnum frá Barnahúsi?

13.15

 Guðríður Haraldsdóttir: Drengir í Barnahúsi á síðastliðnum 8 árum

13.30

 Sigríður Björnsdóttir: Hafa forvarnir áhrif?

13.45

 Ingibjörg Johnson: Meðferð sem sem vinnur að því að minnka afbrotahegðun

14.00

 Tónlist

14.05

 Anna Lilja Karelsdóttir: Úr myrkrinu í dagsljósið

14.20

 Ingólfur Harðarson: Umbreyting „sársaukans“ og munurinn á milli kvenna og karla

14.35

 Ingibjörg Þórðardóttir: Notkun internetsins í ráðgjöf

14.50

 Kaffi og tónlist

15.05

 Svava Brooks: Líkaminn læknar sig. Kynning á TRE® (Tension, Stress & Trauma Release)

15.20

 Berglind Líney Hafsteinsdóttir: Hin tvöfalda refsing samfélagslegra viðhorfa

15.35

 Thelma Ásdísardóttir: Konur gerendur, karlar þolendur

15.50

 Tónlist

15.55

 Hjálmar Sigmarsson: Karlar og Stígamót

16.10

 Svala Ísfeld Ólafsdóttir: Dómar Hæstaréttar um kynferðisbrot gegn drengum

16.25

 Sigrún Sigurðardóttir: Að segja frá

16.40

 Umræður

17.10

 Ráðstefnuslit: Sigfríður Inga Karlsdóttir, ráðstefnustjóri

Verndari átaksins er Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Ráðstefnan er haldin í hátíðarsal Háskólans á Akureyri
Ráðstefnugjald kr. 8.500. Fyrir nema, ellilífeyrisþega og öryrkja kr. 5.000.

Við hlökkum til að sjá þig í Háskólanum á Akureyri