- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Á Félagsvísindatorgi Háskólans á Akureyri, miðvikudaginn 12. febrúar kl. 12.00-13.00, flytur Ingibjörg Elíasdóttir, lögfræðingur á Jafnréttisstofu erindið: „Ekki benda á mig...“ - Um mismunun á íslenskum vinnumarkaði.
Í erindi sínu mun Ingibjörg fjalla um nýja rannsókn sem Jafnréttisstofa lét gera um jafnrétti og mismunun á vinnumarkaði.Um nokkurt skeið hefur staðið til að innleiða tvær tilskipanir Evrópusambandsins um bann við mismunun og er sú vinna vel á veg komin. Jafnréttisstofa tekur þátt í verkefni með Mannréttindaskrifstofu Íslands og Fjölmenningarsetrinu á Ísafirði sem lýtur m.a. að því að kortleggja mismunun á íslenskum vinnumarkaði og kanna þekkingu stjórnenda á mismununartilskipununum tveimur. Verkefni þetta er styrkt af Progress-sjóði Evrópusambandsins. Í erindinu mun Ingibjörg gera grein fyrir niðurstöðum rannsóknar á viðhorfum stjórnenda fyrirtækja með fleiri en 25 starfsmenn til jafnréttismála og mismununar á vinnumarkaði.
Ingibjörg Elíasdóttir er lögfræðingur á Jafnréttisstofu. Hún er cand. jur. frá HÍ og með BA gráðu í fjölmiðlafræði frá the University of Georgia í Bandaríkjunum. Ingibjörg stundar framhaldsnám í opinberri stjórnsýslu við HÍ, auk þess sem er hún stundakennari við Háskólann á Akureyri.