- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, heimsótti Jafnréttisstofu í vikunni, ásamt Sóleyju Ragnarsdóttur, aðstoðarmanni sínum. Starfsfólk átti góða stund með ráðherra þar sem meðal annars var rætt það helsta sem er á döfinni í jafnréttismálum og verkefni Jafnréttisstofu, þau sem eru í vinnslu og einnig tilvonandi verkefni á komandi misserum.
Einnig voru til umræðu frumvörp um jafna meðferð á vinnumarkaði og um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Frumvörpin eru liður í innleiðingu mismununartilskipana Evrópusambandsins og verði þau að lögum er um mikilvæga réttarbót að ræða fyrir ýmsa minnihlutahópa.