- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Stofnfundur Femínistafélags Háskóla Íslands verður haldinn í dag, föstudaginn 21. september, kl. 12 á hádegi í Odda. Tilgangur félagsins er að upplýsa stúdenta og samfélagið um femínisma með því að fjalla um hann á fræðilegum grundvelli. Einnig mun félagið sjá um að halda fyrirlestra og námskeið um jafnrétti kynjanna. Á heimasíðu hins nýja félags kemur fram að eitt af markmiðum þess sé að Háskóli Íslands taki sig á og verði leiðandi afl í jafnréttisbaráttu íslensks samfélags. Femínistafélag Háskóla Íslands er hugsað fyrir nemendur og starfsfólk við háskólann. Félagið er þverpólitískt og tengist engum öðrum félögum háskólans. Hægt er að lesa meira um félagið hér.