- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Tímaritið Vera hefur ekki komið út síðan í maí 2005. Ástæðan er erfið fjárhagsstaða sem skapast einkum af gjörbreyttum auglýsingamarkaði og miklum vaxtakostnaði af þeim dýru lánum sem ein standa til boða.Aðstandendur blaðsins hafa unnið að því frá því síðasta blað kom út að finna lausnir til þess að blaðið geti haldið áfram. Brýnasta verkefnið er að losna við eldri skuldir, það er forsenda þess að nýir útgefendur geti tekið við blaðinu.
Hafin er söfnun meðal velunnara blaðsins til þessa verkefnis. Fólk sem sér sér fært að leggja málinu lið er vinsamlega beðið að leggja fé inn á reikning 513 26 1931, kt. 571000-2450.