- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Á vefsíðu Jafnréttisstofu er listi yfir þær vottunarstofur og skoðunarstofu sem mega votta jafnlaunakerfi samkvæmt ÍST 85 og í júní 2019 eru þær fjórar. Sjá nánar hér.
Vottunaraðilar þurfa að hafa bráðabirgðastarfsleyfi eða undanþágu til að framkvæma úttektir og votta samkvæmt Jafnlaunastaðlinum ÍST 85.
Jafnréttisstofa gefur út bráðabirgðastarfsleyfi samkvæmt 3. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 1030/2017 um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85.
Einnig gilda undanþágur sem Velferðarráðuneytið veitti, sbr. 2. mgr. 5. gr. reglugerðar 1030/2017.
Fyrir árslok 2019 eiga fyrirtæki með fleira starfsfólk en 250 að hafa hlotið vottun á jafnlaunakerfi sín auk þess sem opinberar stofnanir, sjóðir og fyrirtæki sem eru að hálfu eða meirihluta í eigu ríkisins og þar sem starfsfólk er 25 eða fleira, skulu einnig öðlast vottun fyrir árslok 2019.