- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Laugardaginn 24. október boða Zontakonur á Akureyri í samstarfi við Jafnréttisstofu, Akureyrarbæ og Minjasafnið á Akureyri til afmælisdagskrár í tilefni af fjörutíu ára afmælis Kvennafrídagsins. Dagskráin hefst kl. 11:30 við Aðalstræti 6 þar sem Vilhelmína Lever kaus fyrst íslenskra kvenna.Valgerður Sverrisdóttir, Zontakona flytur ávarp og Kvennakór Akureyrar tekur lagið.
Boðið verður upp á hressingu í Zontahúsinu þar sem Sigríður Stefánsdóttir, jafnréttisfulltrúi Akureyrarbæjar flytur ávarp. Þar má einnig sjá hluta af sýningunni Hvað er svona merkilegt við það? - Störf kvenna í 100 ár.
Minjasafnið á Akureyri býður upp á leiðsögn um sýningarnar Ertu tilbúin, frú forseti? og Akureyri bærinn við Pollinn með augum Vilhelmínu Lever.
Klukkan 17:00 standa síðan norðlenskar tónlistarkonur fyrir tónleikum í Akureyrarkirkju í tilefni fjörutíu ára afmælis Kvennafrídagsins.