- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Reetta Siukola er stjórnmálafræðingur og yfirmaður skrifstofu um málefni kynjajafnréttis í finnska félag- og heilbrigðisráðuneytinu. Verkefni deildarinnar er meðal annars að samhæfa og þróa samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða inn í opinbera stjórnsýslu. Reetta hefur viðtæka reynslu af kynjasamþættingarstarfi en hún hefur verið verkefnastjóri við innleiðingu aðferðarinnar frá árinu 2007 þegar verkefnið „Kynjagleraugun“ var sett á fót.
Megið markmið verkefnisins var að koma af stað og vinna með vinnuhóp að innleiðingu kynjasamþættingar í ráðuneytunum. Til að ná fram þessu markmiði voru haldin námskeið og reglulegir fundir þar sem rætt var hvernig kynjasjónarmiðin koma inn í gerð frumvarpa og fjárlaga við skipulagningu verkefna og við mat á árangri þeirra.
Í starfi sínu hefur Reetta haft umsjón með kennslu og þjálfun yfirstjórnar ráðuneytanna og annars starfsfólks við innleiðingu kynjaþættingar en auk þess hefur hún þróað kennslu, safnað upplýsingum og gefið út handbók. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á heimasíðu þess: http://www.stm.fi/en/gender_equality/gender_glasses