- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Hvernig fjölskylduform eru viðurkennd í norrænni velferðarstefnu? Hvaða fjölskyldugildum og hvernig sambýlisformi er veittur forgangur í fjölmenningarsamfélagi nútímans? Væri orlof í hlutastarfi vænleg leið að auknu jafnrétti kynjanna? Leitað var svara við þessum spurningum og mörgum öðrum á norrænni ráðstefnu um foreldraorlof umönnunarstefnu og stöðu kynjanna á Norðurlöndum, sem fram fór í Reykjavík 22. október 2009. Jafnréttisstofa stóð að ráðstefnunni fyrir hönd félags- og tryggingamálaráðuneytisins en Íslendingar gegndu formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á liðnu ári. Norrænir og alþjóðlegir fræðimenn ræddu rannsóknir sínar á fæðingarorlofi og báru saman ólíkar lausnir í norrænu ríkjunum. Meðal þess sem fjallað var um var hvar og hvernig jafnréttisvænu velferðarsamfélagi verði náð. Samfélagi þar sem hægt er að samræma einkalíf og atvinnuþátttöku og sinna sem best þörfum karla, kvenna og barna.
Norræna ráðherranefndin gefur út skýrsluna Parental Leave, Care Policies & Gender Equalities in the Nordic Countries sem inniheldur erindi og umræður frá ráðstefnunni.