Foreldraorlof - umönnunarstefna og staða kynjanna á Norðurlöndum

Á ráðstefnunni verður kynnt samnorræn rannsókn sem hafin er á umönnunarstefnu, kynjajafnrétti og líðan barna. Í rannsókninni er meðal annars leitað svara við því hvernig fæðingarorlofsréttur er nýttur og hvaða áhrif það hefur á samband foreldra og barna og stöðu kynja á vinnumarkaði.
Aðalfyrirlesari er Dr. Janet Gornick, prófessor í stjórnmála- og félagsfræði við City University í New York og meðhöfundur bókarinnar Gender Equality: Transforming Family Divisions of Labour. Dr. Janet Gornick er yfirmaður Luxembourg Income Study.

Dagskrá

Ráðstefnan er á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, en Ísland gegnir formennsku í nefndinni þetta árið. Félags- og tryggingamálaráðuneytið og Jafnréttisstofa hafa umsjón með dagskrá jafnréttismála. Nánari upplýsingar veitir Jafnréttisstofa, með tölvupósti og í síma 460 6200.

Ráðstefnan fer fram á ensku.

Skráning er á heimasíðunni: http://www.yourhost.is/parentalleave2009/registration.html