- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Jafnréttisstofa efnir til málþings fimmtudaginn 31. ágúst kl. 13.30-16.30 í Veröld - húsi Vigdísar Finnbogadóttur. Yfirskriftin er frá Rauðsokkum til brjóstabyltingar - hvar stöndum við nú? Fræða- og baráttufólk lítur yfir farinn veg og veltir fyrir sér hvar við stöndum nú í jafnréttisbaráttunni á því "herrans" ári 2017.
Málþingið er haldið til heiðurs Kristínu Ástgeirsdóttur sem nú er að láta af störfum sem framkvæmdastýra Jafnréttisstofu eftir tíu farsæl ár í starfi.
Hægt er að skrá sig á málþingið með því að senda póst á jafnretti[at]jafnretti.is. Dagskrá málþingsins mun birtast á facebooksíðu Jafnréttisstofu.
Þið eruð öll velkomin.