- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Málþing Jafnréttisstofu 31. ágúst kl. 13.30-16.45. Nú um mánaðarmótin lætur Kristín Ástgeirsdóttir af störfum sem framkvæmdastýra Jafnréttisstofu eftir tíu farsæl ár. Í tilefni þess boðar Jafnréttisstofa til málþings fimmtudaginn 31. ágúst frá kl. 13.30 til 16.30 í Veröld - húsi Vigdísar Finnbogadóttur. Málþingi er öllum opið en hægt er að skrá sig með því að senda póst á jafnretti[at]jafnretti.is
Yfirskriftin er frá Rauðsokkum til brjóstabyltingar - hvar stöndum við nú? Fræða- og baráttufólk lítur yfir farinn veg og veltir fyrir sér hvar við stöndum nú í jafnréttisbaráttunni. Málþingsstjóri er Sigríður Lillý Baldursdóttir forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins.
Hverju skilaði hver hreyfing um sig? Hver er staðan í dag? • Gerður G. Óskarsdóttir menntunarfræðingur og rauðsokka • Guðrún Agnarsdóttir læknir og kvennalistakona • Hjálmar Sigmarsson kynjafræðingur og ráðgjafi á Stígamótum, félagi í Femínistafélagi Íslands • Adda Þóreyjar Smáradóttir nemi og baráttukona í „Free the Nipple“ • Fríða Rós Valdimarsdóttir sérfræðingur á Jafnréttisstofu og formaður Kvenréttindafélags íslands • Umræður
14.30-15.30 Menning og vald Hvað einkennir menningu/ómenningu okkar og hvaða hlut á hún í viðhaldi feðraveldisins? Hvar liggur valdið og hvernig er því beitt til að viðhalda því? Hvaða áhrif hefur ofbeldisómenningin á kynjakerfið og stöðu kynnanna? • Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri og baráttukona • Brynhildur Flóvenz dósent í lögfræði við HÍ og baráttukona • Jón Ingvar Kjaran lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands og baráttumaður • Guðný Gústafsdóttir kynjafræðingur og baráttukona • Umræður
15.30-16.30 Misgengi, gos og kynórói Það kraumar undir og femínisminn brýtur sér nýjar leiðir, andstaðan er til staðar en fólk hefur löngum risið upp til að krefjast viðurkenningar á því að kynin standa ekki jafnt að vígi, þau eru mörg, kynhneigð margvísleg og kynvitund fjölbreytt. • Sigríður Dúna Kristmundsdóttir prófessor við HÍ og baráttukona • Una Torfadóttir nemi og baráttukona • Þórður Kristinsson framhaldsskólakennari og baráttumaður • Gyða Margrét Pétursdóttir dósent í kynjafræði við HÍ og baráttukona • Guðmunda Smári Dísuson Veigarsdóttir hinsegin aðgerðasinni • Umræður
16.30-16.45 Lokaorð • Kristín Ástgeirsdóttir fráfarandi framkvæmdastýra Jafnréttisstofu og baráttukona