- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Í ár eru liðin tíu ár síðan samstarf utanríkisráðuneytisins við UNIFEM (Þróunarsjóður Sameinuðu Þjóðanna í þágu kvenna) á Balkanskaga hófst. Í ár er einnig verið að minnast þess að fyrir tíu árum samþykkti Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna ályktun nr. 1325 um konur, frið og öryggi. Föstudaginn 19. nóvember mun utanríkisráðuneytið ásamt Jafnréttisstofu, Háskólanum á Akureyri og Landsnefnd UNIFEM á Íslandi halda málfund af tilefni þessara tímamóta.
Á fundinum verður farið yfir tilurð og sögu samstarfsins. Íslenskir sérfræðingar sem hafa tekið virkan þátt í starfi UNIFEM, segja frá reynslu sinni. Einnig verður tækifærið notað til að ræða vægi og fordæmi þess, auk þess að skoða hvað slíkt samstarf skilar í raun.
Dagsetning og tími: 19. nóvember 2010 kl. 10:00 - 15:00
Staður: Háskólinn á Akureyri, Sólborg M102
Nánari dagskrá kynnt síðar.