- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Bandalag háskólamanna stendur fyrir tveimur fyrirlestrum um jafnréttismál í næsta mánuði. Fyrirlestrarnir eru hluti af fræðsludagskrá sem fræðslunefnd BHM býður félagsmönnum upp á í vetur. Þórólfur Árnason, forstjóri Skýrr, miðlar af reynslu sinni í jafnréttismálum á fyrri fyrirlestrinum, en á þeim seinni verða nýju jafnréttislögin kynnt. Fyrirlestur Þórólfs verður að morgni miðvikudagsins 3. september en hann mun fjalla um jafnrétti til launa og starfsframa. Erna Guðmundsdóttir, lögfræðingur BHM, mun síðan kynna nýju jafnréttislögin í hádeginu þann 15. september. Fyrirlestrarnir eru félagsmönnum aðildarfélaga BHM að kostnaðarlausu og fer skráning fram hjá BHM.
Fræðsludagskrá BHM í september