Fyrirmyndardagur á Jafnréttisstofu

Í morgun gerðist Guðmunda Finnbogadóttir starfsmaður á Jafnréttisstofu. Tilefnið var Fyrirmyndardagurinn sem haldinn er hátíðlegur í dag 17. apríl af frumkvæði Vinnumálastofnunar. Markmið dagsins er að gefa fyrirtækjum og stofnunum tækifæri til að  bjóða einstaklingum með skerta starfsgetu að vera gestastarfsmenn í einn dag eða hluta úr degi. Guðmunda gekk rösklega til verks og raðaði fundargögnum í fimmtíu möppur á mettíma.