- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
UN Women stendur nú fyrir alþjóðlegri herferð: „HeForShe“ sem miðar að því að hvetja karlmenn til þátttöku í jafnréttisbaráttunni og ætlunin er að fá 1 billjón karlmenn í heiminum til að taka afstöðu með jafnrétti kynjanna. Í yfirlýsingu samtakanna segir að kynjajafnrétti sé ekki einkamál kvenna, kynjajafnrétti snýst um mannréttindi allra og með því að taka þátt í herferðinni séu karlmenn að lýsa stuðningi sínum við afnám fordóma og alls ofbeldis gegn konum og stúlkum.
Yfirmarkmið herferðarinnar „HeForShe“ er að kynjajafnrétti verði náð árið 2030. Heimskort á síðu herferðarinnar mun sýna jákvæða afstöðu karlmanna til kynjajafnréttis en þar munu tölur frá öllum löndum birtast og því mögulegt að fylgjast með þróun mála. Frétt um herferðina má sjá hér og einnig er hægt að lesa á ávarp sem leikkonan Emma Watson, sérlegur sendifulltrúi UN Women hélt í höfuðstöðvum SÞ til að ýta herferðinni úr vör.
Síða átaksins