- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Herferðin Þú átt VON sem Jafnréttisstofa gerði í samstarfi við ENNEMM og Sagafilm er tilnefnd til Lúðursins í flokki almannaheillaauglýsinga!
ÍMARK, félag íslensks markaðsfólks, í samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa, stendur að veitingu Lúðursins, íslensku auglýsingaverðlaunanna og verða þau veitt þann 8. mars nk.
Á vefsíðu okkar Þú átt von má sjá auglýsingarnar og fræðast um verkefnið Byggjum brýr – brjótum múra en það snýst um samvinnu í heimilisofbeldismálum. Jafnréttisstofa hlaut styrk úr áætlun Evrópusambandsins um réttindi, jafnrétti og borgararétt til að standa straum að verkefninu, og er það unnið í samstarfi við dómsmálaráðuneytið, velferðarráðuneytið, Ríkislögreglustjóra, Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Lögregluna á Norðurlandi eystra, Lögregluna á Suðurnesjum, Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ.