- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Jafnréttisnefnd Kópavogs boðar til opins kvennafundar vegna næstu bæjarstjórnarkosninga. Fundurinn fer fram 25. nóvember nk. kl. 20 í Turninum, Smáratorgi, á 20. hæðFundurinn er haldinn í samstarfi við alla stjórnmálaflokka í bæjarstjórn Kópavogs með það að markmiði að auka hlut kvenna á vettvangi bæjarstjórnarmála.
Mikilvægt er að konur komi til jafns við karla að mótun og stjórnun bæjarfélagsins. Með því móti getum við tryggt að þekking og reynsla kvenna nýtist til að gera góðan bæ enn betri.
Konur! Höfum áhrif á uppbyggingu nærsamfélagsins okkar, s.s. menntamála, íþrótta- og tómstundamála, forvarnamála, menningarmála, umhverfis- og skipulagsmála.
Frummælendur:
Una María Óskarsdóttir, form. jafnréttisnefndar, Framsóknarflokki.
Sigurrós Þorgrímsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Guðríður Arnardóttir, oddviti og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Guðbjörg Sveinsdóttir, varabæjarfulltrúi Vinstri grænna.
Fundarstjóri: Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona.
Aðgangur er ókeypis