- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Í heyranda hljóði er opinn fundur með sérfræðingum sem vinna gegn kynbundnu ofbeldi. Hér er ekki um málþing að ræða heldur munu sérfræðingarnir sitja fyrir svörum. Fundurinn fer því fram í nokkurskonar samtali sérfræðinga og fundargesta.
Fundurinn fer fram í Iðnó 25. nóvember kl. 13.00-16.00.Fundarformið er að erlendri fyrirmynd en á ensku er þetta fyrirkomulag kallað hearing sem hefur verið talin öflug leið til þess að fá fram staðreyndir og varpa ljósi á stöðu mála. Fundurinn er hluti af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi og er haldinn á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gegn konum.
Pallborð með fulltrúum félagasamtaka:
Andrés Ragnarsson annar sálfræðingur verkefnisins Karlar til Ábyrgðar
Eyrún Jónsdóttir verkefnisstjóri Neyðarmóttöku, slysa- og bráðadeild LSH
Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta
Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf
Kaffi
Pallborð með fulltrúum ríkisins:
Björgvin Björgvinsson yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu
Hrefna Friðriksdóttir lögfræðingur Barnaverndarstofu
Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu
Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Dóms- og kirkjumálaráðuneytis
Fundarstjóri: Irma Erlendsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum
Samantekt: Hugrún R. Hjaltadóttir, frá Jafnréttisstofu
Á fundinum verða einnig undirbúnir spyrjendur:
Arnar Gíslason, Jafnréttisfulltrúi HÍ og meðlimur karlahópi Femínistafélags Íslands
Brynhildur Flóvenz, lektor við lagadeild H.Í.
Hrund Gunnsteinsdóttir, ráðgjafi
Allir velkomnir.