- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Umsækjendur um verkefni (project promoters) geta verið stéttarfélög, samtök vinnuveitenda, frjáls félagasamtök sem vinna á evrópskum skala, fjölþjóðleg samtök sveitarfélaga og fjölþjóðleg samtök sem vinna að jafnrétti kynjanna. Fjölþjóðleg samtök eru skilgreind sem samstarf a.m.k. þriggja landa innan EES.
Þátttakendur í verkefni (project partners) geta verið ríkisstofnanir, sveitarfélög, stofnanir sem vinna að jafnrétti kynjanna, frjáls félagasamtök, stéttarfélög, samtök vinnuveitenda, háskólar og rannsóknarstofnanir og fjölmiðlar.
Samstarfsaðilar verða að koma frá a.m.k. þremur löndum innan EES. Aðilar frá Búlgaríu og Rúmeníu geta einnig tekið þátt í verkefnum.
Jafnréttisáætlun ESB styrkir að jafnaði 80% af heildarkostnaði verkefna.
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér.
Jafnréttisstofa veitir einnig upplýsingar um Jafnréttisáætlun ESB