- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands stendur fyrir sérstökum Jafnréttisdögum daganna 13. - 27. október. Markmiðið þeirra er að stuðla að fræðslu og aukinni umræðu og skilningi á jafnréttismálum, innan sem utan háskólasamfélagsins, og stuðla að því að gera jafnréttismál sýnilegri. Ókeypis er á alla viðburði Jafnréttisdaga og aðgangur er öllum heimill.
Í boði er fjölbreytt fyrirlestradagskrá þar sem komið er inn á jafnréttismál frá ólíkum sjónarhornum. Hana má skoða hér.
Á Jafnréttisdögum mun framandverkaflokkurinn Kviss búmm bang standa fyrir verkinu Svo eðlilegur náungi á Háskólatorgi, en verkinu lýkur með skemmtidagskrá á lokahófi Jafnréttisdaga í Tjarnarbíói. Nánar um verkið neðst á þessari síðu.
Dagana 13-26 október fer fram sýningin Endemis óhljóð á Háskólatorgi, og er sýningarstjórn í höndum Endemis, tímarits um samtímalist íslenskra kvenna.
Bæði Háma og Bóksala Stúdenta taka þátt í Jafnréttisdögum - Háma býður upp á alþjóðlegan matseðil og Bóksalan verður með tilboð á völdum bókum sem snerta jafnrétti.