- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, brautryðjandi í kynjafræðikennslu í framhaldsskólum, kom til Akureyrar sl. föstudag á vegum verkefnisins Rjúfum hefðirnar - förum nýjar leiðir. Óhætt er að segja að Hanna Björg láti engan ósnortinn þegar jafnrétti kynjanna er annars vegar.
Fyrir hádegi var opinn fundur fyrir þátttakendur í verkefninu þar sem fjallað var um kynbundnar staðalmyndir og kynbundið náms- og starfsval. Eftir hádegi var boðið upp á fræðslu fyrir starfsfólk Verkmenntaskólans á Akureyri þar sem yfirskriftin var: „Jafnréttismál – gæluverkefni eða grundvallaratriði?“
Verkmenntaskólinn á Akureyri er þátttakandi í verkefninu Rjúfum hefðirnar – förum nýjar leiðir. Markmið verkefnisins er að breyta hefðbundnum kynjaímyndum og vinna gegn neikvæðum staðalmyndum um hlutverk kvenna og karla, sbr. 4. gr. jafnréttislaga. Verkefnið er samstarfsverkefni skóla, vinnustaða, fagfélaga, stéttarfélaga og annarra sem láta sig jafnréttismál varða.
Megin áherslur verkefnisins er að:
Jafnréttisstofa heldur utan um verkefnið og sinnir eftirfylgni, fræðslu og ráðgjöf við þátttakendur.