Samkvæmt jafnréttisstefnu Kópavogsbæjar veitir jafnréttisnefnd ár hvert viðurkenningu þeirri stofnun, nefnd eða ráði bæjarins, einstaklingi, félagi, fyrirtæki eða annarri stofnun sem hefur að mati nefndarinnar staðið sig best undangengið ár við að vinna að framgangi jafnréttismála.
Til greina koma aðilar sem sinnt hafa jafnréttismálum með verkefnum, fræðslu, rannsóknum, gerð jafnréttisáætlunar eða á annan hátt unnið með jafnrétti kynja í Kópavogi. Þessi viðurkenning hefur verið veitt fimm undangengin ár. Menntaskólinn í Kópavogi hlaut hana síðast.
Tilnefningu skal senda til Jafnréttisráðgjafa Kópavogsbæjar,
í tölvupósti, á faxi 570-1501, eða pósti:
Jafnréttisráðgjafi, Fannborg 2, 200 Kópavogur.
Frestur er til og með 15. júní 2007. Viðurkenningin verður afhent 4. júlí n.k. þegar 50 ár verða frá því að Hulda Jakobsdóttir Kópavogi varð fyrst kvenna á Íslandi bæjarstjóri.
Sjá jafnréttisstefnu Kópavogsbæjar.