Jafnréttisráðherrar Evrópuráðsins funda í Baku

Jafnréttisráðherrar Evrópuráðsins samþykktu ályktun og aðgerðaráætlun Evrópuráðsins sem er ætlað að brúa bilið milli raunverulegs jafnréttis kynjanna og lagalegs jafnréttis á fundi sínum í Baku í gær. Ráðherrarnir sendu frá sér yfirlýsingu eftir fundinn þar sem þeir lögðu áherslu á nauðsyn kynjasamþættingar í allri stefnumótun og kynjaðrar hagstjórnar til að stuðla að jafnrétti kynjanna. Auk þess hvöttu ráðherrarnir aðildarríkin til að sporna við staðalmyndum kynjanna en þær standa í vegi fyrir framgangi kvenna og eru helsta orsök mismununar gagnvart konum.


Ályktun fundarins “Bridging the gap between de jure and de facto equality to achieve real gender equality” og aðgerðaáætlun  þar sem framtíðarstarf Evrópuráðsins á þessu sviði er sett fram.


Grein eftir Maud de Boer-Buquicchio, aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins:
Kynjajafnrétti í lögum þarf ekki að þýða jafnrétti í raun – hvernig brúum við bilið?